Erlent

Dýrt að hlusta á Al Gore

Al Gore er þekktur fyrir baráttu sína gegn loftlagsbreytingum þeim sem nú eiga sér stað í heiminum. En það kostar skildinginn að hlusta á skoðanir Gore. Ástralskir fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um hádegisverðarfund sem Gore og John Howard forsætisráðherra landsins héldu í Sidney í gærdag. Alls keyptu 700 manns sér aðgang að fundinum og komust færri að en vildu.

Það sem vakið hefur athygli fjölmiðla hinsvegar ver að aðgöngumiðinn að þessum fundi kostaði frá nokkur þúsund dollurum og upp í 25.000 dollara, eða um eina og hálfa milljón króna fyrir bestu sætin í salnum. Fyrir toppverð fékk viðkomandi sæti í grennd við Gore og síðan tækifæri til að taka í hönd hans að fundinum loknum.

Í ræðu sinni á fundinum líkti Gore Bandaríkjunum og Ástralíu við útlagana Bonnie og Clyde í umhverfismálum þar sem hvorugt ríkið hefur enn staðfest Kyoto-bókunina. Og hann sagði einnig að vaxandi mannfjöldi ásamt tækniframförum hefðu breytt mannkyninu í umhverfislegan fíl í postulínsbúð. Í lok máls síns skoraði hann á bandarísk stjórnvöld að staðfesta Kyoto-bókunin hið fyrsta því þau gætu ekki staðist alþjóðlegan þrýsting um að gera það til lengdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×