Erlent

Biðraðir minnka við Northern Rock

Hlutabréfaverð í Northern Rock bankanum í Bretlandi hækkaði á ný í morgun eftir að bresk stjórnvöld hétu því að sparifjáreigendur myndu engu tapa á viðskiptum sínum við bankann.

Miklar biðraðir hafa verið við bankann undanfarna daga eftir að ótti greip um sig um að bankinn kynni að verða gjaldþrota.

Biðraðirnar voru hins vegar nokkuð minni í morgun. Inngrip breskra stjórnvalda hefur nú dregið verulega úr áhyggjum af því að fleiri bankar verði fyrir svipuðu áhlaupi og Northern Rock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×