Erlent

Spilltar löggur í Brasilíu handteknar

MYND/AFP

Lögreglan í Rio de Janeiro handtók 52 kollega sína í viðamikilli aðgerð í dag. Lögreglumennirnir sem handteknir voru eru sakaðir um að hafa þegið fé frá glæpagengjum og aðstoðað foringja klíkanna við að forðast handtöku í staðinn.

Lögreglumennirnir eru sagðir hafa krafist á bilinu 65 til 100 þúsund króna á viku frá glæpagengjunum fyrir að koma í veg fyrir að lögregla næði í skottið á foringjunum. Lögreglumennirnir eru margir hverjir einnig grunaðir um morð, eiturlyfja- og vopnasmygl og vopnuð rán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×