Erlent

Gullhornunum stolið af sýningu

Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi.

Lögreglan í Velje segir að þjófavarnabjöllur hefðu farið í gang um hálffimm-leytið í nótt að staðartíma. Þjófafrnir höfðu brotist inn í sýningarsalinn gegnum glugga á annarri hæð hans. Síðan höfðu þeir brotið upp útstillingarskápinn með Gullhornunum. Um var að ræða skothelt gler í skápnum og útlokar lögreglan því ekki að þjófarnir hafi notað sprengiefni til að komast að Gullhornunum.

Gullhornin tvö sem hér um ræðir eru 40 og 60 sm löng. Þau voru smíðuð á þýsku járnöldinni eða á tímabilinu frá 400 til 750 eftir Krist. Þau fundust á 17du og 18du öld í Danmörku en var stolið 1802 og brædd upp. Gullhornin sem hér um ræðir eru gerð eftir teikningum af hinum upprunalegu hornum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×