Erlent

Simpson handtekinn vegna ráns

Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Simpson mun hafa verið í hópi fimm manna sem ruddust inn á herbergi á hóteli tengdu spilavítinu og rændu þar íþróttaminnjagripum af sölumanni. CNN-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Simpson hafi verið færður í varðhald en ekki liggur fyrir hvort hann verði ákærður í málinu. Hann hafði áður verið yfirheyrður vegna þess.

Fregnir frá Bandaríkjunum herma að Simpson hafi verði að endurheimta gripi sem hann hafi sagst eiga. Lögregla handtók í gær annan mann í tengslum við málið og lagði hald á tvær byssur sem hún telur tengjast málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×