Erlent

Írak var hernumið vegna olíunnar, segir Greeenspan

Írak var hernumið vegna olíunnar en ekki til að frelsa Íraka undan oki Saddams Hússeins. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í nýrri sjálfsævisögu sem kemur út á morgun.

Lundúnablaðið Sunday Times segir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir Greenspan að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafi viljað tryggja sér áfram ódýra olíu og því hafi innrásin verði gerð 2003. Þetta sé sannleikur þó stjórnmálamenn viðurkenni það ekki.

Saddam Hussein hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar. Greenspan, sem er áttatíu og eins árs, er mikilsmetinn flokksbróðir Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í átján ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×