Erlent

Þúsundir mótmæltu Íraksstríðinu

MYND/AP

Þúsundir manna tóku í dag þátt í mótmælum í Washington í Bandaríkjunum þar sem þess var krafist að endi yrði bundinn á Íraksstríðið.

Mótmælendur söfnuðust saman við Hvíta húsið og gengu þaðan fylktu liði að Capitol-hæð þar sem þinghúsið er. Að minnsta kosti sjö manns voru handteknir í mótmælunum þegar þeir reyndu að komast yfir girðingar við þinghúsið. Auk þess að mótmæla Íraksstríðinu fóru mótmælendurnir fram á að George Bush yrði sóttur til saka fyrir afglöp í starfi.

Annars staðar í Washington söfnuðust hins vegar um þúsund stuðningsmenn stríðsins saman og hrópu slagorð og veifuðu fánum Bandaríkjunum til stuðnings. Þeir komu sér svo fyrir við Pennsylvania-breiðstræti þegar andstæðingar stríðsins gegnu þar hjá. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×