Erlent

Stökkmýs í geimnum

Rússneska geimferðastofnunin sendi í gær tíu stökkmýs út í geiminn til þess að rannsaka hvaða áhrif geimferðir manna til Mars kunni að hafa. Stökkmýsnar verða 12 daga úti í geimnum og eru í sérstökum búrum með matarbirgðum í Soyouz-geimfari sem skotið var frá Kasakstan.

Vísindamenn telja að stökkmýs séu betur til þess fallnar að senda út í geim en önnur nagdýr þar sem þær geta lifað í yfir mánuð án þess að fá vökva. Það gefur vísindamönnum færi á að kanna efnaskipti í þyngdarleysi. Hins vegar má gera ráð fyrir því að einhverjar stökkmúsanna vilji fremur vera áfram úti í geimnum en halda aftur til jarðar því til stendur að kryfja þær að ferðinni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×