Erlent

Hreyfing al-Sadrs dregur sig út úr bandalagi sjía

Moqtada al-Sadr er svarinn andstæðingur Bandaríkjanna.
Moqtada al-Sadr er svarinn andstæðingur Bandaríkjanna. MYND/AP

Stjórnmálahreyfing sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs hefur dregið sig út úr bandalagi sjía sem heldur um stjórnartaumana í Írak. Þetta kom fram á blaðamannafundi í hinni helgu borg Najaf í dag.

Fimm mánuðir eru síðan al-Sadr tilkynnti að ráðherrra hreyfingar hans myndu hætta í ríkisstjórn Nouris Malikis forsætisráðherra, en Sadr er algjörlega andvígur veru Bandaríkjahers í Írak og hefur þrýst á um tímaáætlun um brotthvarf hersins.

Sú ákvörðun hreyfingar Sadrs að segja sig úr sjíabandalaginu veikir enn stöðu Malikis á írakska þinginu en talið er hann haldi þó völdum með stuðningi Kúrda og óháðra þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×