Erlent

Al-Qaida hótar líka IKEA og Volvo

Lögregla í Svíþjóð hefur þegar hafið rannsókn á hótunum í garð sænska listamannsins Lars Vilks og ritstjóra héraðsblaðsins Nerikes Allehanda vegna Múhameðsteikninga.

Blaðið birti fyrir skemmstu myndir Vilks af Múhameð spámanni í hundslíki og vakti það mikla reiði meðal múslíma víða um heim. Í morgun var birt myndband á Netinu þar sem forsprakki hóps á vegum al-Qaida í Írak setur 100 þúsund dollara til höfuðs Vilks og 50 þúsund til höfuðs ritstjóra Nerikes Allehanda. Sænsk stjórnvöld hafa neitað að biðjast afsökunar á myndunum og vísa til tjáningarfrelsis í landinu. Forsprakki al-Qaida segir hins vegar að ef Svíar biðjist ekki afsökunar muni sænsk stórfyrirtæki eins og Ericson, Volvo og Ikea fá að kenna á því. Vilks segir sjálfur í samtali við Reuters að hann taki hótarnirnar ekki mjög alvarlega en hann sé þó reglulega í sambandi við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×