Erlent

Rændu íþróttaminjagripum á hótelherbergi

Ruðningskappinn fyrrverandi og kvikmyndaleikarinn O.J. Simpson var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Las Vegas í fyrradag, grunaður um aðild að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg.

Fimm menn munu hafa ráðist inn á herbergi á hóteli tengdu spilavítinu og rænt þar íþróttaminnjagripum af sölumanni. Sá mun hafa bent á Simpson. Að sögn lögreglu er Simpson samvinnuþýður og hefur ekki verið handtekinn. Fregnir frá Bandaríkjunum herma að Simpson hafi verði að endurheimta gripi sam hann hafi sagst eiga.

Á fimmtudaginn kom út bókin "Ef ég hefði gert það," sem Simpson skrifaði. Þar fjallar hann um hvernig hann hefði staðið að því að myrða Nicole Brown, fyrrverandi eiginkonu sína, og nýjan kærasta hennar, Ron Goldman - ef hann hefði gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×