Erlent

Öldungar takast á um forsætisráðherraembættið í Japan

Tao Aso, til vinstri, og Yasuo Fukuda á blaðamannafundi í morgun.
Tao Aso, til vinstri, og Yasuo Fukuda á blaðamannafundi í morgun. MYND/AP

Tveir munu takast á um það sem að verða næsti forsætisráðherra Japans eftir að Shinzo Abe sagði af sér á dögunum. Það verða þeir Taro Aso og Yasuo Fukuda sem berjast munu um leiðtogahlutverkið í Frjálslynda demókrataflokknum sem heldur um stjórnartaumana í landinu.

Aso þykir íhaldssamari en Fukuda og sýna skoðanakannanir að sá síðarnefndi muni hljóta hnossið. Áður hafði verið litið á Aso sem arftaka Abes. Báðir eru mennirnir komnir á efri ár, Fukuda er 71 árs en Aso 66. Kosið verður á milli þeirra Fukuda og Asos á vegum flokksins eftir rúma viku. Shinzo Abe sagði af sér fyrr í vikunni eftir óánægju með störf hans en fjöldi hneykslismála skók ríkisstjórn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×