Erlent

Setur 100 þúsund dollara til höfuðs Lars Vilks

Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi al-Qaida í Írak, hefur sett hundrað þúsund dollara, jafnvirði um 6,5 milljónum króna til höfuðs sænska teiknaranum Lars Vilks sem teiknaði á dögunum myndir af Múhameð spámanni í líki hunds.

Á heimasíðu sem öfgasinnaðir múslímar nýta sér gjarnan er birt yfirlýsing frá al-Baghadi sem lofar þeim sem drepi þennan „afbrotamann" eins og Vilks er kallaður hundrað þúsund dollurum.

Teikningarnar hafi valdið töluverðri reiði meðal múslíma sem telja það guðlast að teikna skopmyndir af spámanninum og hafa sendiherrar Svía í ýmsum múslímalöndum verið kallaðir á teppið hjár þarlendum yfirvöldum þar sem teikningunum hefur verið mótmælt.

Hins vegar hefur ekki komið til viðlíka mótmæla og þegar Jótlandspósturinn birti skopmyndir af Múhameð fyrir um tveimur árum en þá bitnaði það meðal annars á útflutningi danskra vara til landa múslíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×