Erlent

Forsætisráðherra Japans segir af sér

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, tilkynnti um afsögn sína í morgun. Hann sagði meiri möguleika fyrir nýjan forsætisráðherra að halda áfram stuðningi landsins við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan en Abe hefur sætt gagnrýni heima fyrir vegna stuðningsins.

Í ávarpi til þjóðarinnar ítrekaði hann þá skoðun sína að Japan ætti að styðja við bak Bandaríkjamanna í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Japönsk skip hafa séð um að fylla á olíutanka bandarískra skipa á Indlandshafi en samningur um það rennur út fyrsta nóvember næstkomandi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins hefur hvatt til þess að samningurinn verði ekki framlengdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×