Erlent

Graðir kommar

Óli Tynes skrifar
Fæstir embættismenn kommúnistaflokksins láta sér nægja eina hjákonu.
Fæstir embættismenn kommúnistaflokksins láta sér nægja eina hjákonu.
Háttsettur kínverskur embættismaður á yfir höfði sér harða refsingu eftir að 11 hjákonur hans fordæmdu hann fyrir spillingu. Hjákonurnar gerðu þetta í hefndarskyni eftir að eiginmenn nokkurra þeirra höfðu verið teknir af lífi fyrir spillingu. Pang Jæjú sem er 63 ára gamall hafði keypt ungar og fallegar konurnar til fylgilags við sig með því að útvega þeim eða eiginmönnum þeirra feit embætti.

Þar varð græðgin þeim að falli. Þeir mökuðu krók sinn svo ótæplega að upp um þá komst. Þeir voru handteknir og annaðhvort dæmdir til dauða eða langrar fangelsisvistar.

Mikil herferð er í gangi gegn spillingu embættismanna í Kína. Kommúnistaflokkurinn hefur orðið fyrir hverju áfallinu af öðru þegar upp hefur komist um háttsetta embættismenn hans. Oftar en ekki tengist slíkt taumlausu kynlífi.

Kínverskir fjölmiðlar segja að 90 prósent þeirra embættismanna sem hafa verið reknir fyrir spillingu á undanförnum fimm árum hafi haldið hjákonur. Síðastliðinn miðvikudag var einn slíkur tekinn af lífi fyrir að sprengja hjákonu sína í loft upp eftir að hún gerðist of kröfuhörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×