Erlent

Lúkasarmálið smitandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lúkas slapp betur en Arkibal.
Lúkas slapp betur en Arkibal.

Hundavinir í Køge í Danmörku hafa lofað því sem nemur 200 þúsund íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar um hrottalegt hundsdráp fyrir helgi.Talið er að hundurinn, sem gegndi kallinu Arkibal, hafi verið stunginn margsinnis með skjúfjárni eða hníf. Hann fannst dauður við Rishøjhallerne i Køge á föstudagsmorgun, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten.

Hundurinn var í eigu hjónanna Grethe og Svend Jespersen. Þau segja að fjölmargir hafi haft samband við sig og boðið fram aðstoð eftir að fréttir bárust af voðaverkinu. Þau hafi ætlað að heita 10 þúsund krónum á þann sem gæti gefið upplýsingar um ódæðisverknaðinn. Ókunnir aðilar hafi síðan ákveðið að leggja þeim lið. Þannig hafi aðstandendur vefsíðanna dogsdating.dk og klikkershoppen.dk ákveðið að heita 25 þúsund krónum hvor fyrir upplýsingar um ódæðismennina. DKK hafi boðið 30 þúsund krónur og nágrannar eigendanna hafa boðið 10 þúsund krónur. Síðast en ekki síst hafi ónafngreindur hundavinur boðið 100 þúsund krónur.

Jeppersen hjónin tóku gleði sína á ný til skamms tíma þegar þau fengu nýjan hund á laugardag. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hundurinn fékk bæði exem og eyrnasýkingu og er fársjúkur að sögn eigenda. Honum verður því lógað.

Lögreglan í Køge leitar nú að pari sem gæti tengst drápinu hrottalega en sú leit hefur ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×