Erlent

Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu

Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans.

Bæjarbúar í bænum Zitiste sem er um 50 kílómetra frá borginni Belgrað hafa undanfarin ár orðið fyrir miklu tjóni vegna flóða og aurskriða tengdum miklum rigningum á svæðinu. Til þess að reyna að lífga upp á bæinn og lokka fleiri ferðamenn þangað ákváðu bæjaryfirvöld hins vegar að reisa styttuna af Rocky sem Sylvester Stallone hefur leikið í sex bíómyndum.

Styttan er úr bronsi og steypu og prýðir aðaltorg bæjarins. „Hugmyndin hefur hrist upp í fólki," segir einn af forsvarsmönnum bæjarins, Zoran Kasalovic. „En með þessu getur enginn í Serbíu haldið því fram að hann viti ekki hvar Zitizste er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×