Erlent

Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð

Björgunarsveitir reyna að bjarga mönnunum.
Björgunarsveitir reyna að bjarga mönnunum. MYND/AFP

Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári.

Flóð eru algeng í Shandong-héraði og aðeins degi áður námuslysið átti sér stað í síðustu viku höfðu yfirvöld varað við flóðahættu sökum mikillar rigninga. Mennirnir hafa nú verið innilokaði í rúma þrjá sólarhringa og ekki er vitað hvort þeir séu enn á lífi.

Öryggi þykir bágborið í kínverskum iðnaði en í gær létu fjórtán lífið í Shandong héraði eftir að bráðið ál helltist yfir þá. Frá áramótum hafa rúmlega tvö þúsund námuverkamenn látið lífið í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×