Erlent

Lýst yfir neyðarástandi í Mexíkó vegna fellibylsins Dean

Frá borginni Port-au-Prince á Haítí.
Frá borginni Port-au-Prince á Haítí. MYND/AFP

Stjórnvöld í Mexíkó hafa lýst yfir neyðarástandi vegna komu fyllibylsins Dean. Talið er að fellibylurinn gangi yfir austurströnd landsins í kvöld. Fellibylurinn gekk yfir eyjar í austanverðu Karíbahafi í gær og olli gríðarlegur tjóni.

Að minnsta kosti sex létu lífið þegar fellibylurinn gekk yfir Karíbahafið í gær og talið að tjón af hans völdum nemi hundruð milljónum dollara. Þúsundir manna flýðu heimili sín og urðu eyjarnar Haítí og Dómíníska lýðveldið verst úti. Þar gengu miklar flóðbylgjur á land með þeim afleiðingum að hundruð húsa fóru fóru undir vatn. Tré rifnuðu upp með rótum þegar vindhraðinn náði 230 kílómetra hraða á klukkustund.

Talið er að bylurinn verði enn öflugri þegar hann gengur yfir austurströnd Mexíkó í kvöld. Þar hafa stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi og hafa þegar þúsundir manna verið fluttir frá heimilum sínum. Þar á meðal tíu íslendingar sem voru í Cancún.

Í Bandaríkjunum er einnig mikill viðbúnaður og voru íbúar við landamæri Mexíkó hvattir til að yfirgefa heimili sín. Þá var heimkomu geimskutlunnar Endeavour flýtt um einn dag í þeirri von að hún gæti lent áður en veður verður of slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×