Erlent

Paris Hilton segir að guð hafi gefið henni nýtt tækifæri

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton hefur sagt að guð hafi gefið henni nýtt tækifæri og nú ætli hún að hætta að haga sér heimskulega, og nota frægð sína til að láta gott af sér leiða.

Hilton sagði í viðtali við Barböru Walters hún væri ekki sama manneskjan og hún var. "Ég var vön að haga mér heimskulega, það var allt leikur. Ég er 26 ára gömul og það er ekki lengur sætt að haga sér svona," sagði Paris Hilton við Walters.

"Ég veit að ég get haft áhrif á heiminn, ég hef völd til þess. Ég hugsa um að ég vilji gera aðra hluti þegar ég slepp héðan (úr fangelsi). Ég er orðin meira andlega sinnuð, guð hefur gefið mér þetta tækifæri."

Þegar Walters spurði Paris af hverju hún hefði verið færð í stofufangelsi eftir aðeins þrjá daga í fangelsi hafði hún þetta að segja. - "Ég gat hvorki borðað né sofið. Ég var þunglynd og mér leið eins og að ég væri í búri. Ég var ekki ég sjálf. Þetta var hræðileg lífsreynsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×