Enski boltinn

United ekki hættir að kaupa?

Þrátt fyrir að David Gill, stjórnarformaður Manchester United, hafi sagt fyrir stuttu að United myndi sennilega ekki fá fleiri leikmenn til liðsins í sumar hafa margir leikmenn verið sterklega orðaðir við félagið.

Fram kemur á heimasíðu Teamtalk að United ætli sér að vinna kapphlaupið um Javier Saviola sem spilar nú með Barcelona en er með lausan samning í sumar. Sagt er að Saviola vilji spila á Old Trafford á næsta tímabili þrátt fyrir að stórlið á borð við Real Madrid, Arsenal, Liverpool, Valencia og Bolton hafi áhuga á kappanum.

United hafa einnig verið sterklega orðaðir við framherjana Eto´o, Torres og Anelka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×