Enski boltinn

Reo-Coker: "West Ham vill mig ekki"

NordicPhotos/GettyImages

Nigel Reo-Coker fór fram á að vera seldur frá West Ham í síðustu viku og segir ástæðuna vera að honum finnist félagið ekki vilja halda sér. Þessi 23 ára leikmaður hefur leikið með West ham síðustu fjögur tímabil og er svekktur yfir því að yfirgefa félagið á þennan hátt.

Reo-Coker, sem er löglegur með U21 liði Englands segir að núna sé hann bara að hugsa um að standa sig vel með landsliðinu á EM U21 í sumar. "Ef að eitthvað félag hefur áhuga á mér þá hafa þeir samband við West Ham og afgreiða málin þannig," sagði hann.

Úrvalsdeildarliðin Aston Villa, Newcastle og Tottenham eru talin líklegust til að festa kaup á Reo-Coker í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×