Enski boltinn

West Ham og Newcastle ná samkomulagi

Nordic-Photos/Getty Images

West Ham og Newcastle hafa nú náð samkomulagi um verð á miðvallarleikmanninum Scott Parker. Parker, sem hafði aðeins spilað eina leiktíð með Newcastle kom frá Chelsea, en þar hafði honum mistekist að sanna sig. Kaupverðið er talið vera um 8.5 milljónir punda.

Scott Parker kann vel við sig í London en þetta er þriðja liðið í London sem hann spilar með, áður með Charlton og Chelsea.

Alan Curbishley, þjálfari West Ham, var einnig þjálfari Charlton þegar Parker var þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×