Enski boltinn

David Gill: Þetta gætu verið einu kaupin

Nordic-Photos/Getty Images

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að sennilega hafi liðið klárað sín leikmannakaup síðastliðinn sólarhring. Í gær tilkynnti félagið að þeir hafi fest kaup á hinum efnilegu Nani og Anderson og svo fylgdu kaupin á Owen Hargreaves í dag.

Þrátt fyrir að Manchester United hafi verið orðaðir við marga leikmenn upp á síðkastið segir Gill að það verði að teljast mjög líklegt að þeir festi ekki kaup á fleiri leikmönnum í sumar.

Nýju leikmennirnir eru taldnir hafa kostað félagað um 50 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×