Enski boltinn

United kaupir Owen Hargreaves

NordicPhotos/GettyImages
Manchester United hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda og gengur hann í raðir enska félagsins þann 1. júlí næstkomandi. Hargreaves er 26 ára og hefur skrifað undir samning sem sagður er vera til fimm ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×