Enski boltinn

West Ham sagt hafa boðið í Scott Parker

Scott Parker er nú sterklega orðaður við West Ham
Scott Parker er nú sterklega orðaður við West Ham NordicPhotos/GettyImages
Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Íslendingalið West Ham sé búið að gera 8,5 milljón punda tilboð í Scott Parker, fyrirliða Newcastle. Sam Allardyce er sagður tilbúinn að selja hann fyrir rétt verð og Alan Curbishley stjóri West Ham ku hafa miklar mætur á leikmanninum síðan þeir störfuðu saman hjá Charlton á sínum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×