Enski boltinn

Ambramovich er ekki hættur að eyða

NordicPhotos/GettyImages

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich segir ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi undanfarið þess efnis að hann hafi ákveðið að hætta að eyða peningum í Chelsea. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og er metinn á hátt í 10 milljarða punda skv Forbes Magazine.

Abramovich hefur verið duglegur að ausa peningum í Chelsea síðan hann keypti félagið á sínum tíma og þar af hefur hann eytt einum 250 milljónum punda til leikmannakaupa síðan árið 2003. "Þetta er bull og vitleysa. Ég mun ekki breyta neinu varðandi það fé sem ég eyði í félagið," sagði Abramovich í samtali við útvarpsstöð í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×