Enski boltinn

Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið

NordicPhotos/GettyImages

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur.

Graham Poll vísaði þá John Terry fyrirliða Chelsea af velli í leik gegn Tottenham og uppskar harða gagrýni frá forráðamönnum og leikmönnum Chelsea. Poll þótti Brian Barwick og félagar hjá enska knattspyrnusambandinu hafa hunsað beiðni sína um stuðning í málinu. Hann sagði jafnframt að sambandið hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þar sem hér var um að ræða deilu milli fyrirliða landsliðsins og dómara í ensku úrvalsdeildinni.

Brian Barwick, yfirmaður sambandsins, harmar þessi orð dómarans fráfarandi og segir hann alltaf hafa haft frá sér fullan stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×