Enski boltinn

Al Fayed lofar að opna budduna í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed hefur lofað Lawrie Sanchez peningum til leikmannakaupa í sumar. Stjórnarformaðurinn er nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu, sem slapp naumlega við fall úr úrvalsdeildinni í vor.

"Ástríða mín til félagsins hefur aldrei verið sterkari og mig langar að halda áfram að festa þetta lið í sessi sem topp-10 lið í úrvalsdeildinni. Þær háu fjárhæðir og vinna sem lögð hefur verið í félagið á undanförnum árum bera vott um þetta. Það er mikilvægt að halda þessu starfi áfram og því mun ég ekki hika við að útvega það fjármagn sem til þarf svo Sanchez geti styrkt liðið," sagði Al Fayed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×