Enski boltinn

Robbie Keane framlengir um fimm ár við Tottenham

NordicPhotos/GettyImages
Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane hefur undirritað nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2002 þegar hann gekk í raðir liðsins frá Leeds fyrir 7 milljónir punda. Hann skoraði 22 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð og er aðeins 26 ára gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×