Enski boltinn

60 milljón punda leikurinn í dag

Kevin Mowbray, stjóri WBA er hér með framherjanum Kevin Phillips
Kevin Mowbray, stjóri WBA er hér með framherjanum Kevin Phillips NordicPhotos/GettyImages
Í dag klukkan 14 ræðst hvort það verður Derby eða West Brom sem vinnur sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar liðin mætast í úrslitaleik á Wembley. Leikurinn hefur verið kallaður 60 milljón punda leikurinn vegna þess gríðarlega fjárhagslega ávinnings sem bíður sigurvegarans m.a. vegna sjónvarpstekna við það að fara upp um deild. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 13:45.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×