Enski boltinn

Viðræður Lampard og Chelsea komnar í strand?

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World greinir frá því í dag að samningaviðræður Frank Lampard og forráðamanna Chelsea séu nú komnar í strand og segir blaðið allt stefna í að hann muni kaupa sig út úr því sem hann á eftir af samningi sínum og leita til meginlandsins.

Lampard er sagður vera búinn með þrjú ár á gildandi samningi sínum og ef hann muni sjálfur kaupa sig út úr restinni, geti hann farið frá félaginu og verði þá laus á 9 milljónir punda. Vitað er að Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa öll áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir, en ef marka má orð leikmannsins sjálfs undanfarið er þó ekkert sem bendir til þess að hann fari frá bikarmeisturum Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×