Enski boltinn

Arsenal kaupir pólskan markvörð

NordicPhotos/GettyImages
Arsenal gekk í dag frá kaupum á pólska markverðinum Lukasz Fabianski frá Legia Warsaw. Hann er aðeins 22 ára gamall og er talinn mikið efni. Fabanski hefur verið varamarkvörður Artur Boruc í pólska landsliðinu og hefur nú gert langtímasamning við Arsenal, þar sem hann verður væntanlega þriðji kostur á eftir þeim Jens Lehmann og Manuel Almunia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×