Enski boltinn

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem mest er slúðrað um í ensku pressunni í dag og eru blöð á Englandi meðal annars að velta fyrir sér mögulegum kaupum West Ham á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen.

Birmingham og Fulham eru sögð á höttunum eftir Antoine Sibierski hjá Newcastle eftir að hann neitaði að framlengja samning sinn við félagið.

Juventus og Rangers slást um framherjann Claudio Pizarro hjá Bayern Munchen og útlit fyrir að ítalska liðið hafi betur. Benfica er sagt hafa áhuga á El-Hadji Diouf hjá Bolton og þá mun Bayern Munchen hafa mikinn áhuga á að fá hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben í sínar raðir frá Chelsea.

West Ham mun gera 8 milljón punda tilboð í Eið Smára Guðjohnsen í sumar en Sunderland og Manchester United munu einnig hafa áhuga á íslenska landsliðsfyrirliðanum að mati Express. 

Gareth Southgate stjóri Middlesbrough segist vera í klemmu vegna þess hve erfiðlega gangi að semja við framherjann Mark Viduka, því félagið muni ekki kaupa framherja nema hann fari frá félaginu.

Hermann Hreiðarsson gæti farið til Portsmouth á frjálsri sölu frá Charlton vegna klásúlu í samningi hans sem gerir honum kleift að farar frá félaginu eftir fallið úr úrvalsdeildinni segir The Sun.

Tottenham hefur haft betur í baráttu við Lyon um fyrirliða U-21 árs lið Frakka Yones Kaboul frá Auxerre segir Daily Mail. Þá segir kona Andriy Shevchenko í samtali við ítalska fjölmiðla að fjölskylda þeirra eigi heima á Ítalíu og það væri gaman fyrir hann að fara aftur til AC Milan og leika við hlið Ronaldo. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×