Enski boltinn

Bale á leið til Tottenham

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×