Enski boltinn

Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið

AFP

Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili.

"Beckham hefur aldrei dottið niður í frammistöðu á vellinum og að mínu mati var hann stöðugasti leikmaður Real Madrid í vetur. Kannski eru hæfileikar hans bara ekki það sem forráðamenn enska landsliðsins eru að leita að. Það er ótrúlegt að sjá hvað hann hefur gert hjá Real og ég held að menn hafi horft framhjá því sem hann gerði fyrir landsliðið - því fljótlega eftir að hann var settur út úr landsliðinu, var fólk byrjað að kalla á hann á ný. Hann hefur gert stórkostlega hluti fyrir enska knattspyrnu," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×