Erlent

Frekari refsiaðgerðir hvetja einungis Írana áfram

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti lýsti því yfir í morgun að frekari refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndu einungis hvetja Írana enn frekar áfram í viðleitni sinni til kjarnorkuþróunar.

Forsetinn flutti þúsundum landa sinna ávarp sitt í borginni Shiraz og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. Í síðustu viku greindu írönsk stjórnvöld frá því að þvert á boð öryggisráðsins gætu þau auðgað úran nægilega til að það væri hentugt til orkuframleiðslu.

Bandaríkjamenn svöruðu þeim tíðindum með að þeir myndu beita sér fyrir enn frekari efnahagsþvingunum á vettvangi ráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×