Erlent

Slys og eignatjón í jarðskjálfta í Japan

MYND/AP

Snarpur jarðskjálfti upp á 5,4 á Richter skók mið- og vesturhluta Japans í nótt. Fimm manns slösuðust þegar hlutir féllu á þá og hátt í 50 hús skemmdust í skjálftanum. Þá urðu urðu 4300 heimili rafmagnslaus í nokkurn tíma.

Upptök skjálftans voru um 300 kílómetra vestur af Tókíó. Annar skjálfti upp á 4,5 á Richter varð svo nokkrum klukkustundum síðar en engan sakaði í honum. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en í síðasta mánuði slösuðust um 200 manns og mörg heimili eyðilögðust þegar skjálfti upp á 6,9 skók eyjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×