Erlent

Á þriðja tug látinn eftir skyndiflóð í Taílandi

Að minnsta kosti 21 maður er látinn og fjölmargra er saknað eftir að skyndiflóð óð yfir tvo fossa í suðurhluta landsins í dag. Talið er að um 200 manns hafi verið við fossana Sairung og Praisawan þegar flóðið gekk yfir en það má rekja til mikilla ringning síðustu daga í fjalllendinu þar sem fossarnir eru.

Um 120 manns var bjargað á þurrt eftir flóðið en óvenjumargir voru á svæðinu þar sem Taílendingar fagna um helgina nýju ári með ferðalögum út á land. Ekki er vitað hvort einhverjir erlendir ferðamenn eru í hópi þeirra sem létust eða er saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×