Erlent

Hætta leit að fimm mönnum af dráttarbát

MYND/AP

Björgunarmenn hættu í dag að leita að fimm mönnum sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í gærkvöld. Sjö manns var bjargað af bátnum en þrír hafa fundist látnir.

Vonir voru bundnar við að einhverjir mannanna sem saknað er væru á lífi í loftrými inni í bátnum. Fram kemur á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að kafarar sem leitað hafa fimmmenninganna telji of áhættusamt að fara inn í bátinn þar sem hann sé óstöðugur og geti jafnvel sokkið. Þá hefur veðrið versnað eftir því sem liðið hefur á daginn en reynt verður aftur á morgun að kafa inn í bátinn.

Ekki er vitað hvers vegna slysið varð en dráttarbáturinn var að eiga við akkeri olíuborpalls þegar honum hvolfdi. Stór hluti áhafnar bátsins var frá norska bænum Fosnavaag. Flogið var með aðstandendur þeirra til Hjaltlands í dag, en í hópi þeirra sem saknað eru 15 ára dregnur sem var í starfsþjálfun og faðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×