Erlent

Íranir segja kjarnorkuna til almennra nota

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist ætla að nota kjarnorkuna til almennranota
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist ætla að nota kjarnorkuna til almennranota fréttablaðið/AP

Evrópusambandið lítur nýjustu yfirlýsingu Írana um auðgun úrans mjög alvarlegum augum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðverjum, sem eru í forsæti fyrir sambandið. ESB kannar nú af mikilli alvöru áætlanir Írana um að auðga úran. Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sagði í gær að Íranar gætu nú í auðgað úran í miklum mæli.

Forseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sagði í gær að Íranar gætu nú í auðgað úran í miklum mæli, framleiðslan væri komin á "iðnaðarstig". Þeir sverja að kjarnorkan verði aðeins notuð til almennra nota en ekki til þess að búa til kjarnorkusprengju eins og vestræn ríki vilja meina.

Rússar segjast ekki sjá að Íranar hafi náð neinum sérstökum áfanga í auðgun úrans. Rússar hafa engu að síður látið af öllum viðskiptum við Írana um kjarnorkueldsneyti. Evrópusambandið ítrekar mikilvægi þess að Íranar uppfylli þær kröfur um alþjóðleg samskipti svo að sátt náist um kjarnorkuverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×