Erlent

Talið að 400 hafi látið lífið í Tsjad

Mynd frá flóttamannabúðum við landamæri Súdan og Chad.
Mynd frá flóttamannabúðum við landamæri Súdan og Chad. MYND/AFP

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að allt að 400 manns hafi látið lífið í átökum á landamærum Tsjad fyrir 11 dögum síðan. Þá réðust Janjaweed hersveitir frá Súdan yfir landamærin til þess að eltast við flóttafólk úr Darfúr-héraði. Upphaflega var talið að um 65 hefðu látið lífið í árásunum sem áttu sér stað þann 31. mars síðastliðinn.

Átök hafa geisað á landamærum Tsjad og Súdan og í gær tókust stjórnarherir landanna tveggja á. Nokkrum dögum áður þurfti stjórnarher Tsjad að berjast gegn uppreisnarmönnum frá Súdan. Sameinuðu þjóðirnar eru að vinna í málinu og líklegt þykir að friðargæsluliðar verði staðsettir á landamærum ríkjanna tveggja von bráðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×