Erlent

Íranir halda kjarnorkuáætlun sinni áfram

Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans. MYND/AP

Íranar eru komnir í hóp þjóða sem geta auðgað úran í miklu magni til kjarnorkuframleiðslu. Þetta fullyrti Mahmoud Ahmedinajad, forseti landsins í dag. Íranar væru komnir á "iðnaðarstig" í framleiðslu kjarnorku, sem þýðir að þeir eru einu skrefi nær því að geta framleitt kjarnorkusprengju. Stjórnvöld í Íran ítreka þó sem fyrr að kjarnorkuframleiðslan sé í friðsamlegum tilgangi.

Hvað sem því líður er ljóst að yfirlýsing forsetans mun enn auka á spennu milli Írans og Vesturlanda, sem er þó ekki lítil fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×