Erlent

Vilhjálmur Bretaprins syrgir vinkonu

Vilhjálmur Bretaprins
Vilhjálmur Bretaprins MYND/AFP

Ung kona, sem lést þegar vegsprengja sprakk í Írak á fimmtudaginn, var náin vinkona Vilhjálms Bretaprins. Konan, sem var tuttugu og fjögurra ára, var meðal bresku hermannanna fjögurra sem létu lífið í árás á eftirlitstöð þeirra í Basra í Írak.

Í yfirlýsingu sem breska konungshöllin sendi frá sér segir að Vilhjálmur og konan hafi orðið nánir vinir í Sandhurst herskólanum og hugur hans sé hjá fjölskyldu hennar og vinum þessar stundirnar. Vilhjálmur er sá þriðji í erfðaröð bresku krúnunnar en senda á hann á næstunni til Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×