Demókratar andvígir fjölgun hermanna 6. janúar 2007 12:21 Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans. Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira