Erlent

Háttsettir talibanar teknir í áhlaupi í Afganistan

MYND/AFP

Sameinaðar sveitir Atlantshafsbandalagsins og afganska stjórnarhersins hafa tekið tvo háttsetta herforingja talibana. Sveitir Kabúl stjórnarinnar og NATO eru í mikilli sókn gegn talibönum í helsta vígi þeirra, Músa Kala.

Mennirnir tveir sem voru teknir í áhlaupinu eru annars vegar sýslumaður talibana fyrir Helmand sýslu og hins vegar borgarstjóri þeirra í Músa Kala. Yfirvöld segja að tólf talibanar hafi fallið og tvö börn, sem lentu í skothríðinni.

Stjórnarherinn hvetur talibana til að leggja niður vopn til að koma í veg fyrir frekara mannfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×