Erlent

Önnur skotárás í Colorado

Fyrr í dag voru tveir kristniboðar skotnir til bana.
Fyrr í dag voru tveir kristniboðar skotnir til bana.

Fjórir særðust í skotárás í borginni Colorado Springs í dag. Fyrr um daginn hafði byssumaður myrt tvo kristniboða í skóla sem er 80 kílómetrum frá kirkjunni þar sem seinni árásin átti sér stað. Lögregla segir ekki útilokað að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Enn hefur ekki verið greint frá líðan kirkjugestanna sem skotnir voru. Árásarmanninum er lýst sem hvítum, með dökkan hatt og í dökkum jakka.

Seinni árásin átti sér stað fyrir utan New Life kirkjuna, en hún var stofnuð af Ted Haggard sem sagði af sér á síðasta ári eftir að upp komst um samband hans við annann mann. Kirkjan er ein sú stærsta í Colorado ríki og telur söfnuðurinn fjórtán þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×