Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 15:00 Tryggvi Guðmundsson gæti fengið að halda á bikarnum aftur á morgun. Mynd/E. Stefán Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Nei, ég á ekki von á því. Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleikinn og það segir okkur að þeir eru með mjög gott fótboltalið. Þeir unnu til að mynda Fylkismenn í undanúrslitum mjög sannfærandi en við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti frá viðureignum okkar við Fylki,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður 50/50 leikur þó að það sé deildarmunur á liðunum. Auk þess tel ég að allir muni koma til með að halda með Fjölni eins og gerist alltaf þegar hið svokallaða litla lið kemst svona langt.“ Hann neitar því ekki að liðsfélagar sínir voru ekkert sérstaklega vel stemmdir eftir að liðið missti af Íslandsmeistaratitlinum síðastliðna helgi. „Við tókum helgina í að jafna okkur en svo byrjaði ný vika og undirbúningur fyrir þennan leik. Það var einmitt að losna pláss í bikarskápnum í Kaplakrika og við ætlum okkur að fylla það,“ sagði hann í léttum dúr. Tryggvi hefur áður orðið bikarmeistari en hvorki FH né Fjölnir hefur afrekað það áður. Það var með KR árið 1994 en auk þess lék hann til úrslita í keppninni árin 1996 og 1997 með ÍBV en tapaði í bæði skiptin. „Ég vil auðvitað laga þetta hlutfall. Við munum mæta í þennan leik eins og alla aðra. Við spilum okkar bolta og reynum að sækja á þá. Fjölnir er líka sókndjarft lið og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur og opinn leikur. Svo veit maður aldrei hvernig stressið mun fara með mannskapinn.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30