Erlent

Sádi-Arabískar konur vilja ökubanni aflétt

Marwa Al-Eifa hefur hug á að keppa í rallý í Dubai. Hún er fædd í Sádi-Arabíu þar sem konur mega ekki keyra.
Marwa Al-Eifa hefur hug á að keppa í rallý í Dubai. Hún er fædd í Sádi-Arabíu þar sem konur mega ekki keyra.

Konur í Sádi-Arabíu berjast nú í fyrsta sinn fyrir því að fá ökubanni kvenna í konungsríkinu verði aflétt. Meðlimir í nefnd sem beitir sér fyrir þessum rétti kvenna munu leggja fram beiðni við þingið fyrir sunnudag, en þá er þjóðhátíðardagur landsins.

Fréttaritarar segja að kröfunum verði að öllum líkindum hafnað. Íhaldsmenn haldi því fram að ef konum verði leyft að keyra, muni það auðvelda þeim að eiga frjáls samskipti við karlmenn.

Umræðuefnið hefur orðið að hitamáli meðal almennings upp á síðkastið.

Fyrir tveimur árum benti ráðgefandi nefnd á að ekkert í íslömskum lögum, eða stjórnarskránni, réttlætti bannið. Finna ætti leiðir til að aflétta því.

Í kjölfarið spruttu upp miklar og heitar umræður. Ekkert var þó gert í málinu af hálfu þingsins og sagði innanríkisráðherrann að mikilvægari mál hefðu forgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×