Erlent

Arnold í dómsmáli gegn Bush

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leiðir nú hóp 14 ríkisstjóra í málaferlum þeirra gegn Bush-stjórninni.

Ástæðan er sú að Bush hefur hafnað beiðni ríkjanna um að fá að setja hömlur á útblástur koltvísýrings úr bifreiðum. Ríkin vilja skera þennan útblástur niður um 30%.

Arnold ræddi málið við fréttamenn á fundi í dag og sagði að þeir myndu fara í mál eftir mál gegn Bush þar til hann gæfi eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×